1.júní er dagur Helen Keller hjá Lionshreyfingunni.

Helen Keller
Helen Keller

Á alþjóðaþingi Lionshreyfingarinnar 1925 var rithöfundurinn Helen Keller gestafyrirlesari.  Helen Keller var daufblind.  Í erindi sínu fjallaði hún um þann heim sem blindir og daufblindir lifa í.  Erindi sitt endaði hún með því að skora á Lionsfélaga að gerast Riddarar hinna blindu í krossför gegn myrkri.  Segja má að upp frá því hafi baráttan gegn blindu verið eitt af höfuðverkefnum Lionshreyfingarinnar um allan heim.  Mikil og góð samvinna hefur tekist milli Lionshreyfingarinnar og Alþjóða Heilbrigðisstofnunarinnar WHO sem þakkar SightFirst verkefni Lionshreyfingarinnar fyrst og fremst fyrir þann frábæra árangur sem náðst hefur í baráttunni gegn blindu.