Umdæma- og fjölumdæmisfundir

Dagana 23 og 24 september verður fyrsti formlegi fjölumdæmisráðsfundurinn haldinn og einnig umdæmisfundir í báðum umdæmunum.

Fundarstaður er Laugar í Sælingsdal.

Við munum hittast um síðdegis á föstudeginum 23 september og borða saman um kvöldið og eiga saman góða stund. Að morgni laugardags 24 september kl 10:00 munu umdæmisfundir verða haldnir

Eftir hádegi tekur við Fjölumdæmisráðsfundur. Gerum ráð fyrir að honum ljúki um kl 17:00.
Dagskrá verður nánar tilkynnt síðar.

Fjölumdæmið mun greiða gistingu og morgunverð fundarfólks.