Ekki missa af neinu hjá Lions og skráðu netfangið þitt á póstlistann.
	
		
					Fylgdu okkur á facebook
			
						
					- Styrkja LCIF
- Um Lions
- Klúbbar
- Verkefni
- Minningar
- Lionsbúðin
- Fræðsla
- Lionssalurinn
Boðað er til svæðisfundar á svæði 8 í umdæmi 109A laugardaginn 1. nóvember kl. 11:00-13:30 í Lionsheimilinu Hlíðasmára 14.
Á svæðinu eru eftirfarandi Lionsklúbbar: Ægir, Baldur, Engey, Fjölnir, Fjörgyn, Iceland.is, Njörður og Víðarr.
Svæðisfundir eru tenging klúbbana við umdæmin og því mikilvægt að góð þátttaka sé. Að lágmarki skulu klúbbar senda stjórnir sínar, það er formann, ritara og gjaldkera. Þessi hópur myndar ráðgjafanefnd umdæmisstjóra. Allir aðrir áhugasamir um starfið eru velkomnir.
Dagskrá þessa fyrsta svæðisfundar er eftirfarandi:
1. Fundarsetning og kynning þátttakenda
2. Ávarp svæðisstjóra
3. Skýrslur um starf klúbba, fulltrúi hvers klúbbs flytur
4. Kynning á verkefnum, verkefnastjóri Sigfríð Andradóttir
5. Upplýsingar um fræðslu sem er í boði, fræðslufulltrúi Sigríður Guðmundsdóttir
6. Önnur mál
Sigurður Jónsson svæðisstjóra