Sjónvernd Lions - Augndropar í stað stungunála

Október er mánuður sjónverndar hjá Lions og þá hafa Lionsfélagar gjarnan stutt við sjónverndarverkefni og staðið fyrir fræðslu um augnsjúkdóma og blindu.

Í ár bjóðum við upp á fræðsluerindi í samvinnu við Blindrafélagið fimmtudaginn 31. október kl. 16:00-17:30 í Blindraheimilinu Hamrahlíð 17, Reykjavík.
Prófessor Einar Stefánsson augnlæknir og frumkvöðull kynnir nýjungar á sviði augnlækninga.