Október er mánuður sjónverndar

Gleraugnasöfnun
Október er sjónverndarmánuður Lions og af því tilefni hefjum við á ný gleraugnasöfnun sem var svo vel
tekið fyrir tveimur árum. Ákveðið hefur verið að gleraugnasöfnunin verði árlegt verkefni í framtíðinni,
sem auglýst er upp í október ár hvert en samt sem áður tekið við gleraugum allt árið. Söfnunarkassar
verða á ýmsum stöðum allt árið og biðjum við klúbba að bera ábyrgð á þeim, losa og senda á
Lionsskrifstofuna. Við biðjum svæðisstjora í samráði við formenn að skipuleggja staðsetningu kassa á
sínum heimaslóðum. Vinsamlegast pantið kassa eftir þörfum frá Lionsskrifstofunni. Skipulag á
höfuðborgarsvæði verður í umsjón verkefnanefndar.