MyLion og MyLCI skýrslugerð

Námskeið um MyLion og MyLCI: MyLion er notað til að skrá fjáraflanir, verkefni, fundi og aðra atburði hjá klúbbum og til að sjá hvað aðrir klúbbar og umdæmi eru að gera. Hægt er að koma á framfæri skilaboðum og fréttum, versla Lionsvörur á netinu og sækja netnámskeið hjá Lions í MyLion. MyLion er einnig verkfæri ritara til þess að skila skýrslum um verkefni og fjáraflanir til alþjóðastjórnar.

MyLCI er félagakerfi Lions International. Þarna eru skráðar allar upplýsingar um félagana í klúbbnum, skráð stjórn og varastjórn klúbba auk upplýsinga um klúbbinn.

Námskeið verður haldið á Zoom. Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda póst á halldor@tv.is, eða hringja í síma 520 9000. Í skráningu skal koma fram Nafn, kennitala þátttakanda, klúbbur, netfang og farsímanúmer.

Einnig er hægt að skrá sig á netinu með því að smella hér.