MyLCI félagaskýrslur

Það er mikilvægt að allar upplýsingar um félaga séu rétt skráðar hjá alþjóðaskrifstofunni og einnig hverjir gegna embætti formanns, ritara og gjaldkera í klúbbnum. Á þessu námskeiði er kennt að skrá nýja félaga, breyta upplýsingum um félaga, skrá nýjar stjórnir og annað sem skiptir máli varðandi rétt félagatal. Námskeiðið er kennt á Zoom.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið með því að senda póst á halldor@tv.is, eða hringja í síma 520 9000. Í skráningu skal koma fram nafn, kennitala þátttakanda, klúbbur, netfang og farsímanúmer.

Einnig er hægt að skrá sig á netinu með því að smella hér.