Málþing Lionskvenna

Umdæmisstjórar Lionsumdæmanna 109 A og B hafa ákveðið að halda málþing kvenna í Lions þann
23. október næstkomandi. Málþingið mun fara fram í samkomuhúsinu í Sandgerði í Suðurnesjabæ.
Allar Lionskonur eru velkomnar til leiks. Á málþinginu munu klúbbarnir kynna starf sitt. Því
verður mikilvægt að stjórnir úr hverjum klúbbi eða fulltrúi klúbbs mæti til leiks. Þá er líka
mikilvægt að Lionskonur bjóði með sér gestum, sérstaklega þeim sem mögulega hefðu áhuga á að
kynnast Lionsstarfinu. Konur sem starfa í blönduðum klúbbum og deildum eru einnig hvattar til að
taka þátt í málþinginu.
Tilgangur málþingsins er að konur fræðist hver af annarri og miðli reynslu sinni úr klúbbstörfunum
og efli hverja aðra í leiðtogahlutverkum. Um leið að eiga saman skemmtilega og fræðandi stund.
Vinsamlegast komið þessum upplýsingum til klúbbfélaga ykkar þannig að þær geti tekið daginn frá.
Leitast verður við að þátttaka verði öllum klúbbfélögunum að kostnaðarlausu en þess er vænst að
hægt verði að sækja styrki til LCI og á fleiri stöðum.
Ekki verður boðið uppá rútuferðir til og frá fundarstað. Þess í stað gætu konur raðað sér í bíla og
verið samferða. Einnig væri upplagt að hafa til sölu varning sem klúbbarnir hafa til sölu í
fjáröflunarskyni.
Hlökkum til að sjá sem flestar Lionskonur taka þátt í þessu málþingi.
Málþingið hefst kl 10:00 og stendur til kl. 16:00. Við hvetjum þig eindregið til að mæta til leiks og
viljum sjá sem flestar konur úr klúbbnum þínum með okkur þennan dag.
Dagskrá Málþingsins verður send út fljótlega, en hún er í burðarliðnum.
Aðalræðumaður verður Guðrún Björt Yngvadóttir fyrrverandi Alþjóðaforseti og fyrrverandi
formaður LCIF (Alþjóðahjálparsjóðs Lions)