ALÞJÓÐAÞING VERÐUR NETÞING

 
Skráningatgjald til 30 apríl er 50 dollarar eftir það 75 dollarar.
 
Eftirfarandi bréf barst frá alþjóðaforseta. Halldór Kristjánsson sá um þýðingu  og bendir um leið almennum félögum á að nú er einstakt tækifæri til að taka þátt í alþjóðaþingi á netinu:
Vegna áframhaldandi áhyggna af COVID-19 heimsfaraldrinum ákvað alþjóðastjórnin að breyta alþjóðaþingi Lions klúbba 2021, sem halda átti í Montreal, í netþing. Þessi ákvörðun var tekin með heilsu og öryggi Lionsfélaga, starfsfólks og annarra í huga þar sem takmörkun ferðalaga á milli landa og fjöldatakmarkanir eru lykillinn að alþjóðlegum vörnum gegn veirunni.
Þó að það séu vonbrigði að geta ekki haldið þing með hefðbundnum hætti erum við spennt fyrir því að halda fyrsta sýndar-alþjóðaþingið okkar sem tengir Lionsfélaga okkar um allan heim með öruggum hætti. Við erum ennþá að vinna að skipulagi þessa atburðar og munum deila upplýsingum með Lionsfélögum þegar endanlegt skipulag liggur fyrir.
Hér eru nokkur mikilvæg atriði um sýndarþingið 2021 sem við viljum deila með þér:
• Öllum er boðið – Alþjóðaþingið 2021 verður sýndarviðburður sem er opinn öllum Lions- og Leófélögum um allan heim.
• Skráningargjald - Skráningargjaldið verður 50 USD til 31. mars og síðan 75 USD frá og með 1. Apríl 2021. Skráningargjald fyrir Leó verður 30 USD óháð dagsetningu. Alþjóðaþingið er á dagskrá 25. - 29. Júní að öllu óbreyttu. Frekari upplýsingar um viðburði og skráningu verða veittar fljótlega.
• Þeir sem eru þegar skráðir – Þeir sem þegar hafa skráð sig á þing fá fljótlega tölvupóst með frekari upplýsingum um framhaldið.
• Kosningar – Kosning æðstu stjórnenda og alþjóðastjórnar fer fram með rafrænum hætti og tilkynnt verður um það hvernig kosning fer fram, fljótlega.
• Frekari upplýsingar - Skoðaðu þingvefinn okkar, LCICon
 
, varðandi frekari upplýsingar um þingið. Búast má við breytingum á næstunni svo það er mikilvægt að fylgjast með þingvefnum.
Þessi heimsfaraldur hefur neytt okkur öll til að taka ákvarðanir, og gera breytingar, sem setja heilsu og öryggi í fyrsta sæti. Á hinn bóginn erum við bjartsýn á að með hverjum nýjum degi er von og sem Lions höldum við áfram að finna nýjar leiðir til að vera tengd, þjóna samfélögum okkar með öruggum hætti og halda áfram með alþjóðleg þjónustuverkefni okkar.
Við þökkum skilning þinn á þessum krefjandi tíma fyrir samtök okkar og heiminn og þökkum fyrir ótrúlega þjónustu þína sem Lionsfélagi.
Kveðja,
Dr. Jung-Yul Choi
Alþjóðaforseti