LCIF dagur á youtube

Viðburðurinn er sérstaklega gerður fyrir Lionsfélaga í Evrópu.
Hér er hlekkur til að tengjast viðburðinum sem er öllum opinn https://www.youtube.com/c/lionsclubs
Þar verður fjöldi áhugaverðra stuttra ávarpa, meðal annars nokkur frá Íslandi.
Nýir Melvin Jones félagar og Progressive Melvin Jones félagar, Major Donors og Model klúbbar verða sérstaklega viðurkenndir á þessum viðburði.
„Þetta er okkar tækifæri til að segja takk til allra þeirra Lionsfélaga sem stutt hafa við starf sjóðsins á þessum skrítnu tímum“ segir í tilkynningu frá LCIF.
LCIF teymið skorar á alla, sem mögulega geta, að horfa.
Þeir sem fylgjast með geta einnig tekið þátt í spjallborði, með chat, meðan á viðburðinum stendur, ef viðkomandi er með YouTube áskrift.