MedicAlert

MedicAlert

HVER ERUM VIÐ?

 

MedicAlert eru alþjóðleg öryggissamtök sem veita upplýsingar um merkisbera á neyðarstundu. 

 
Á Íslandi eru yfir 6.000 merkisberar.
Milljónum merkisbera í yfir 40 löndum er þjónað frá höfuðstöðvum MedicAlert í Californíu.

Samtökin eru sjálfseignarstofnun sem starfar óhagnaðardrifið undir vernd Lionshreyfingarinnar á Íslandi.

A. Merki úr málmi

Merkið er borið í keðju um háls eða úlnlið. Á merkið eru skráð eftirfarandi atriði:

  • Símanúmer vaktstöðvar á Íslandi sem hringja má í allstaðar úr heiminum án endurgjalds. 
  • Sjúkdómsgreining eða áríðandi upplýsingar fyrir viðkomandi
  • Persónunúmer sem veitir aðgang að ýtarupplýsingum í tölvuskrá Slysa- og bráðadeildar.

B. Plastspjald með upplýsingum

Plastspjald í kreditkortastærð er haft í veski og hefur að geyma ítarlegri upplýsingar svo sem einkennisnúmer hjá MedicAlert, nafn og símanúmer aðstandenda og tveggja lækna sem þekkja til merkisberans. Einnig er skráð sjúkdómsgreining og upplýsingar um lyf sem merkisberi tekur.

C. Tölvuskrá í vaktstöð

Ýtarlegustu upplýsingarnar eru í vörslu Slysa- og bráðadeildar Landspítalans, en þar er vaktþjónusta fyrir neyðarnúmer MedicAlert. Þangað má hringja allan sólarhringin, merkisbera að kostnaðarlausu hvaðan sem er úr heiminum, til að fá nauðsynlegar upplýsingar um sjúkdóm eða meðferð merkisberans.

AF HVERJU ER ÞETTA SVONA MIKILVÆGT?

Þegar læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraflutningamenn, lögregluþjónar og aðrir sem koma að sjúklingi í neyð geta þeir með aðstoð MedicAlert merkisins fengið lífsnauðsynlegar upplýsingar á svipstundu, sem geta gert útslagið um gang mála í meðferðinni.

Oft segja áletranir á merkinu allt sem þarf, en einnig geta framangreindir aðilar hringt í neyðarnúmerið, gert grein fyrir sér og síðan fengið nánari upplýsingar, til dæmis um áríðandi lyfjanotkun.

Dæmi um sjúkdóma

  • Insulin dependent diabetes (sykursýki)
  • Coronary artery disease (kransæðaþrengsli)
  • Addison’s disease (Addisonveiki)
  • Kidney transplant (ígrætt nýra)
  • Hemophilia (dreyrarsýki)
  • Multible sclerosis (MS)
  • Alzheimer’s disease
  • Epilepsy (flogaveiki)
  • Hjartasjúkdómar
  • Bráðaofnæmi
  • Einhverfa
  • Asthma

MedicAlert er til húsa í Lionsheimilinu Hlíðasmára 14 Kópavogi.

Netfang: medicalert@medicalert.is

Afgreiðslutími er virka daga kl. 9 - 15.

Sjá nánar á heimasíðu MedicAlert : https://medicalert.is