Friðarveggspjaldakeppni

Friðarveggspjaldakeppnin var fyrst haldin 1988 og markmiðið er að gefa grunnskólanemendum tækifæri til að koma á framfæri á skapandi hátt hugmyndum sínum varðandi heimsfrið og miðla framtíðarsýn sinni til umheimsins. Um það bil 600.000 börn frá 75 löndum taka þátt í keppninni árlega. Lions á Íslandi styrkir keppnina og er hún opin grunnskólabörnum á aldrinum 11 - 13 ára.

Hvert ár er valið þema til að vekja ímyndunarafl nemendanna.

Fulltrúar frá Lionsklúbbi í nágrenni skólanna munu hafa samband við þann skóla sem tekur þátt í verkefninu og velja stuðnings klúbbarnir einn sigurvegara úr hverjum skóla og þau verk eru síðan metin af dómnefnd sem velur eitt verk frá Íslandi til að veita viðurkenningu hér heima og senda í alþjóðakeppnina.

Í alþjóðakeppninni eru meðlimir lista-, mennta-, fjölmiðla-, friðar- og ungmennasamtaka valdir í dómnefnd sem velur 23 verðlaunahafa og einn sem hlýtur aðalverðlaun.

Verðlaunahafinn aðalverðlaunanna, fær ferð á verðlaunaathöfn þar sem viðkomandni fær peningaverðlaun að upphæð USD 5.000,- (eða sambærilega upphæð í eigin gjaldmiðli) og viðurkenningarskjal. Tveir fjölskyldumeðlimir (annar foreldri eða forráðamaður keppanda) og formaður klúbbs eða annar klúbbmeðlimur (samþykktur af formanni) fylgir sigurvegaranum til athafnarinnar.

23 aðrir verðlaunahafar fá verðlaun að upphæð USD 500,- (eða sambærilega upphæð í eigin gjaldmiðli) og viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Að auki eru verkin 24 til sýnis á Alþjóðaþingi.

Keppnisreglur og skilyrði:

  • Keppnin er opin grunnskólanemendum sem verða 11, 12 eða 13 ára. Fæðingardagur sem skráður er í keppnisgögnin gildir.
  • Þema breytist árlega.
  • Listaverkið skal ekki vera minna 33cm x 50cm og ekki stærra en 50cm x 60cm. Lions getur útvegað pappír í réttri stærð ef skólarnir eiga ekki möguleika á því. Ekki má ramma inn listaverkin eða festa þau á plötu.
  • Aðeins má skila inn einu verki á hvern nemanda og hvert verk verður að vera unnið af einum nemanda.
  • Öll listaverk verða að vera eigin sköpun nemandans. Einungis frumrit eru tekin gild.
  • Allir málunarmiðlar eru leyfðir. Athugið: verja skal krít, kol og pastel verk með hlífðarúða (fixative) til að koma í veg fyrir kám.
  • Ekki má plasta verkin.
  • Ekki verður tekið við þrívíðum verkum. Ekkert má líma, hefta eða festa við listaverkin á nokkurn hátt.
  • Notkun bókstafa eða númera framan á veggspjaldið, á hvaða tungumáli sem er, er ekki leyfð. Skrifa skal allar undirskriftir eða upphafsstafi listamanna aftan á veggspjaldið.
  • Listaverkin ætti að gera á sveigjanlegu efni, svo hægt sé að rúlla því til sendingar í hólki. Ekki brjóta listverkið saman
  • Lokadagsetningar. Þau verk sem ekki uppfylla þessar dagsetningar og skilyrði verða dæmd frá keppni.
  • Síðasti skiladagur til klúbbs eða nefndarinnar er 10.nóvember ár hvert.