Alþjóðastjórn

IMG_3597Alþjóðaþing - International Convention

Alþjóðaþingið er æðsta stofnun Lionshreyfingarinnar. Árlega er haldið Alþjóðaþing Lions og  þar hittast um 20.000 Lionsfélagar í eina viku. Þingin eru haldin á sumrin, um mánaðarmót júní og júlí. Næstu þing verða:

  1.      5. -   9.  júlí 2019 Mílanó, Ítalíu
  2.    26. - 30. júní 2020, Singapore
  3.    25. - 29. júní  2021, Montreal
  4.      1. -   5. júlí 2022 New Delhi
  5.      7. - 11. júlí 2023 Boston
  6.    21. - 25. júní 2024 Melbourne
  7.      4.-    8. júlí 2025 Mexikóborg 

Þingið í Las Vegas 2018 var 101. þingið, þar var Guðrún Björt Yngvadóttir úr Lkl. Eik í Garðabæ kosin alþjóðforseti, fyrst Íslendinga og fyrst kvenna í 101 árs sögu Lions. 

Fyrsta alþjóðaþingið var haldið 1917,  aðeins einu sinni hefur þing fallið niður, en það var 1945. Aðeins þrisvar sinnum í sögu Lions hefur alþjóðaþing verið haldið í Evrópu. Það var í Hamborg 2013 sem var 96. þingið, 81. þingið í Birmingham í Englandi 1998 og 45. þingið sem haldið var í Nice í Frakklandi 1962

  

International President Guðrún Björt YngvadóttirAlþjóðaforseti Lions 2018-2019 heitir Guðrún Björt Yngvadóttir úr Garðabæ.

Guðrún Björt Yngvadóttir sem er frá Garðabæ, Íslandi, var kjörin til að gegna embætti alþjóðaforseta Lionshreyfingarinnar á 101. alþjóðaþingi hennar sem haldið var í Las Vegas Nevada í Bandaríkjunum 29. júní til 3. júlí 2018.

Guðrún sem er lífeindafræðingur að mennt hefur unnið við rannsóknir, kennslu og stjórnun. Frá árinu 1990 starfaði hún við Háskóla Íslands sem aðstoðarrektor hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Guðrún er félagi í Lionsklúbbnum Eik í Garðabæ og hefur starfað í honum frá 1992. Hún hefur gengt flestum þeim embættum sem til er að dreifa í hreyfingunni þar á meðal umdæmisstjóri og fjölumdæmisstjóri. Hennar áherslur innan hreyfingarinnar hafa beinst að börnum og ungu fólki, félagamál, leiðtogamál, heilsa og vellíðan þar á meðal sjónvernd og sykursýki, umhverfismál og alþjóðasjóður Lionshreyfingarinnar (LCIF)

Guðrún Yngvadóttir alþjóðaforseti var alþjóðastjórnarmaður frá árinu 2010 til ársins 2012 í leiðtoga nefndinni, sem nefndarmaður á örðu ári; 2011-2013 í kvennanefndinni, hún var síðan tilnefnd af alþjóðastjórn í umdæmis- og klúbbanefnd; og 2013-2014 í LCIF Governance Ad Hoc Committee.

Hún hefur fengið margar viðurkenningar fyrir störf sín í hreyfingunni m.a. Kjarans orðuna sem er æðsta orða íslensku hreyfingarinanr; the Lions Crystal, sem er æðasta orða norsku hreyfingarinnar; nokkar félaga og fjölgunar viðurkenningar; 11 alþjóðaforseta viðurkenningar; og Ambassador og Good Will Award, sem eru æðsta viðurkenning alþjóðahreyfingarinnar. Hún er er líka Progressive Melvin Jones Fellow (margfaldur Melvin Jones félagi).

Alþjóðastjórn

Á alþjóðaþingi er kosin stjórn til að fara með vald alþjóðasambandsins milli þinga. Alþjóðastjórn Lions skipa 44 einstaklingar, þ.e. alþjóðaforseti, fyrsti og annar varaforseti, fráfarandi alþjóðaforseti og 34 kjörnir alþjóðastjórnarmenn „International Directors“ (þar af 6 frá Evrópu), en auk þess skipar alþjóðaforseti 6 menn í alþjóðastjórn „Board Appointee“. Alþjóðastjórnarmenn eru kjörnir til tveggja ára en aðrir í alþjóðastjórn (forsetar) til eins árs. Ákveðinn fjöldi alþjóðastjórnarmanna er frá hverju hinna sjö skipulagssvæða (heimsálfa/heimshluta).  Þannig er  tryggt, að hver klúbbfélagi geti látið rödd sína heyrast, í gengum sinn umdæmisstjóra, sem getur auðveldlega haft samband við sinn alþjóðastjórnarmann. Á alþjóðaþingi 2010 í Sydney Ástralíu var Guðrún Björt Yngvadóttir í Lionsklúbbnum Eik, Garðabæ kjörin í alþjóðastjórn Lions. Hún var fyrsta konan í Evrópu sem er kjörin í alþjóðastjórn Lions.  Auk þess var Guðrún skipuð í  alþjóðastjórn 2012-2013 sem „Board Appointee“. Auk Guðrúnar hafa fjórir Íslendingar gegnt stöðu alþjóðastjórnarmanns, en þeir eru Þorvaldur Þorsteinsson, Björn Guðmundsson, Svavar Gests og Jón Bjarni Þorsteinsson. Kristinn Hannesson úr Lkl. Mosfellsbæjar var á þinginu í Las Vegas skipaður stjórnarmaður, Board Appointee starfsárið 2018-2019.


Fundir alþjóðastjórnar

Alþjóðastjórn heldur fjóra staðbundna fundi á ári, en þess á milli eru haldnir símafundir og veffundir nefnda og vinnuhópa. Stjórnin mótar stefnu og stýrir þróun og heldur utan um alla starfsemi LCI. Stjórnin gerir fjárhagsáætlun allra deilda alþjóðaskrifstofu og hefur eftirlit með eignum og sjóðum alþjóðasamtakanna.  Alþjóðastjórnarmenn skiptast í 12 nefndir.

Alþjóðastjórn mun funda í fyrsta sinn á Íslandi í Reykjavík 3. til 7. Apríl 2019.

 

Hlutverk alþjóðastjórnarmanns  –  International Director (ID)

Alþjóðastjórnarmaður er fulltrúi síns svæðis/álfu á alþjóðlegum vettvangi og tengiliður milli Lionsfélaganna og Alþjóðasambandsins. Engu að síður er hann fulltrúi allra 210 Lionslandanna og má aðeins gera það sem er best fyrir alla Lionshreyfinguna. Til að uppfylla þessar skyldur þarf hann að heimsækja sem flest lönd og umdæmi á sínu svæði, kynnast starfseminni og taka reynsluna inn í alþjóðastjórnina. Hann á einnig að kynna stefnu og nýjungar frá alþjóðasamtökunum, veita upplýsingar og fræðslu, aðstoða við að leysa vandamál og að ná markmiðum.

 

Hlutverk skipaðs stjórnarmanns  –  Board Appointee (BA)

Board Appointee situr fundi alþjóðastjórnar, á sömu forsendum og ID og starfar í einni af nefndum alþjóðastjórnar. Auk þess er hann í ráðgjafanefnd forsetans og situr sérstaka fundi með forsetanum. Forsetinn velur BA úr hópi þeirra sem hann þekkir vel og treystir best til að fylgja sínum málum eftir og vera sér til ráðgjafar. Þeir koma flestir úr röðum fyrrverandi forseta og/eða úr stuðningsmannaliði hans (kosningarstjóri o.fl.). Þess vegna kemur á óvart þegar einhver utanaðkomandi verður „ein af þeim útvöldu“; en þetta er mikill heiður og mikil ábyrgð. BA eru „augu og eyru“ forsetans, láta hann vita um gang mála og gæta þess að hans áherslum sé fylgt.  BA er boðberi forsetans, gefur nefnd sinni og öðrum upplýsingar og réttu „línuna“ og situr sértaka fundi ráðgjafanefndar með forsetanum, þar sem staðan er tekin og stefnan mörkuð.

 

Hlutverk fyrrverandi alþjóðastjórnarmanns PID

Fyrrverandi alþjóðastjórnarmaður hefur skilgreint hlutverk, bæði heima og á alþjóðavísu. Hann hefur sama hlutverk og áður varðandi umdæmisheimsóknir í Evrópu (sínum heimshluta/-álfu) og hefur til þess ferðaheimild (ákveðin fjárráð). Heima er hann tengiliður alþjóðastjórnar, -forseta og -skrifstofu við umdæmi og fjölumdæmi. Hann skal miðla upplýsingum  og fær afrit af póstum, sem sendir eru til embættismanna. PID fær viðurkenningarskjöl og forsetamerki til að veita Lionsfélögum (skv. eigin vali). Alþjóðaskrifstofa hefur samband við hann, vegna  vals á þeim sem skulu hljóta leiðtoga-  eða forsetaorðu, sem er gert í samvinnu embættismanna; einnig við að skipuleggja heimsóknir alþjóðaforseta.  Auk þess hefur ID umboð til ákvörðunar í óleystum málum, þ.e. ef embættismenn eða skrifstofa svara ekki erindum fyrir ákveðinn tíma, þá er haft samband við PID og hann á að afgreiða málið strax.