Verðupplýsingar

Lækkun þinggjalds og þingfararstyrkur: 

Með breyttri aðkomu fjölumdæmisins tók það á sig  meiri  kostnað við fjölumdæmisþingið og var þá hægt að lækka þinggjaldið úr kr.13.500.-,  sem það  hefði  þurft að  vera í dag,  í  kr.5.000.-.  Þá  var einnig ákveðið að styrkja klúbba sem eru í meira en 150 km fjarlægð frá þingstað fjölumdæmisþings  vegna dvalar- og ferðakostnaðar.   Styrkupphæð 2024 er kr. 20.000.-  fyrir hvern þingfulltrúa klúbbs.   Sótt er um styrkinn að  loknu þingi.  Skilyrði styrkveitingar er að þingfulltrúi hafi setið allt þingið.    

Kostnaður vegna þings:

Þinggjald kr.5.000,- 

Hádegismatur föstudag -     kr. 3.000,-
Síðdegiskaffi föstudag -       kr. 1.500,-
Kynningarkvöld föstudag -   kr. 5.000,- Íþróttamiðstöðin Álftanesi - léttar veitingar, hittast og gera sér glaðan dag
Hádegismatur laugardag -   kr. 3.000,- 
Síðdegiskaffi laugardag -     kr. 1.500,-
Lionshátíð laugardag -         kr.13.500,-

Kynningarkvöldið og Lionshátíðin eru opin öllum félögum og mökum þeirra. Tilkynna þarf um þátttöku.

FJÖLUMDÆMISÞING Á ÁLFTANESI . 10. og 11. maí 2024
Lækkun þinggjalds og þingfararstyrkur. 

Ágætu  lionsfélagar. 
Með  þessum skrifum vil ég minna á þær  breytingar sem orðið  hafa á fjárhagslegri kostnaðarskiptingu þinghaldara  og fjölumdæmisins.  Þessar  breytingar voru  gerðar í kjölfar vinnu  nefndar sem skipuð  var af fjölumdæmisstjórn starfsárið 2021 – 2022 og  hafði það hlutverk að fara yfir og gera tillögu að breytingum á þinghaldinu hvað varðar fjárhagslega aðkomu þess.  Einnig var nefndinni falið að skoða mögulegar breytingar á dagskrá og umgjörð þinganna.
Með  breyttri aðkomu fjölumdæmisins tók það á sig  meiri  kostnað við fjölumdæmisþingið og var þá hægt að lækka þinggjaldið úr kr. 13.500.-,  sem það  hefði  þurft að  vera í dag,  í  kr. 5.000.-.  

Þá  var einnig ákveðið að styrkja klúbba sem eru í meira en 150 km fjarlægð frá þingstað fjölumdæmisþings  vegna dvalar- og ferðakostnaðar.   Styrkupphæð 2024  er kr. 20.000.-  fyrir hvern þingfulltrúa klúbbs.   Sótt er um styrkinn að  loknu þingi.  Skilyrði styrkveitinga er að þingfulltrúi hafi setið allt þingið.    

Eins og sjá má í töflu hér að neðan fær klúbbur sem er með 15 félaga  og sendir 3 fulltrúa á fjölumdæmisþing 9,6 %  af greiddu félagsgjaldi starfsársins 2023 - 2024 til baka vegna lækkunar þinggjalds, úr 13.500.-  í kr. 5.000.-. Ef þessi klúbbur á rétt á þingstyrk fær  hann 32,1% af greiddu fjölumdæmisgjaldi til baka.    Vonast er til að þessi breyting á þinggjaldi og þingstyrkur verði  til að fleiri  klúbbar  sjái sér fært að senda fulltrúa sína bæði í skóla þingsins og á umdæmis- og fjölumdæmisþing.

Samhliða þessum breytingum á fjárhagslegri aðkomu fjölumdæmisins taldi nefndin að nauðsynlegt væri að gera breytingar á skipulagi fjölumdæmis- og umdæmisþinga.  Tilgangur þessara  breytinga er  að fá lionsfélaga til að  fjölmenna á skemmtilegt,  lifandi og áhugavert  þing  sem  kalli fram meiri umræðu  um innra starf hreyfingarinnar.  Oftar verði horft fram á vegin, umræðan verði fræðandi og skemmtileg.  Námsstefnur  og  öflugir fyrirlesarar verði fengnir til að aðstoða okkur við að móta starfið svo og að aðstoða við  markaðs- og kynningarmál.   Síðast en ekki síst  eiga  þingin að vera vettvangur til að styrkja vináttu með samveru,  samvinnu og að gleðjast saman á kynningarkvöldi og á  „Lionshátíðinni“.

Kæru lionsfélagar.   Ég  hvet stjórnir lionsklúbba til  að senda fulltrúa á þingið sem haldið  verður 10. til 12. maí á Álftanesi.  Þannig  getið  þið tekið virkan þátt í að móta starfið.   Lionsþingið,  kynningarkvöldið og lionshátíðin er opin öllum lionsfélögum.   Þar  gefst tækifæri til að hitta lionsfélaga allsstaðar af  landinu,  spjalla og treysta vinarbönd.

Sjáumst,

Stefán Árnason,  fjölumdæmisgjaldkeri

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lionsþingið 2023 verður haldið á Akureyri 19. og 20. maí.

 

 

Kynning á þinginu - Breyting - 8.maí.2023