Siðareglur

Siðareglur Lions

  1. Að líta á starf mitt sem köllun og leysa það svo af hendi að ég ávinni mér traust.
  2. Að leitast við að ná góðum árangri í starfi mínu og áskilja mér hæfilega umbun erfiðis míns, en reyna ekki að hagnast með óréttmætum hætti.
  3. Að muna að láta ávinning minn ekki verða á annarra kostnað; að vera trúr meðbræðrum mínum og heiðarlegur gagnvart sjálfum mér.
  4. Leiki vafi á lagalegu eða siðferðilegu réttmæti gerða minna, að breyta þá við náungann eins og ég vil að hann breyti við mig.
  5. Að gera vináttu að markmiði, ekki leið að marki. Sönn vinátta krefst einskis í eigin þágu og má aldrei vera háð gagnkvæmum greiða.
  6. Að hafa ætíð í huga skyldur mínar sem þjóðfélagsþegn og að vera hollur þegn þjóðar og byggðarlags bæði í orði og verki.
  7. Að hjálpa meðbræðrum mínum í vanda. Þeir sem um sárt eiga að binda þurfa hluttekningu, bágstaddir og minnimáttar stuðning.
  8. Að vera gætinn í gagnrýni og örlátur á hrós. Að byggja upp, en rífa ekki niður.