Svæðisfundur II, félagamál

Sæl formenn, umdæmisstjóri og félagafulltrúi.

Þennan póst fá formenn allra félaga á Snæfellsnesi, umdæmisstjóri 109-B og félagafulltrúi 109-B.

Fundurinn verður þann 18. nóvember k. 20:30 á google meet. Umræðuefni okkar á þessum fundi verður um hvernig við höldum utan um okkar félaga - hvað gerum við sem klúbbur fyrir félaga okkar? Er einhver gulrót og er gaman?
 Dagskrá fundarins: 
20:30 Svæðistjóri biður fólk velkomið.
20:35 Skýrsla frá Lionskl. Stykkishólms karla.
20:40 Skýrsla frá Lionskl. Hörpu Stykkishólmi.
20:45 Skýrsla frá Lionkl. Grundarfjarðar
20:50 Skýrsla frá Lionskl. Ólafsvíkur (karlar)
20:55 Skýrsla frá Lionskl. Rán (Ólafsvík)
21:00 Skýrsla frá Lionskl. Nesþinga.
21:05 Skýrsla frá Lionskl. Þernunni.
21:10 Sigríður Guðmundsdóttir félagafulltrúi GMT í 109 B.
21:30 Guðjón Andri Gylfason umdæmisstjóri í 109 B.
 
Við reiknum með að fundurinn verði ekki lengri rúmur klukkutími. 
Ég bið formenn um að senda mér punkta um hvernig félagamálum er háttað í hverjum klúbbi fyrir sig. Bið ég formenn um að senda áfram þennan póst á ritara og svo rafræna fundarboðið, því að þeir eru að sjálfsögðu velkomnir á þennan fund. 
Endilega sendið mér skilaboð ef þið sjáið ykkur ekki fært um að taka þátt.
Með kveðju,
 Ari B. Ómarsson -  svæðisstjóri 109 B svæði 3.