Lionsþingi 2020 frestað

Lionsþingi 2020 frestað
Lionsþingi 2020 frestað

Engum hefur dulist þær breyttu aðstæður sem eru á Íslandi og í heiminum öllum nú um stundir vegna COVID-19. Margt bendir til þess að veikin verði í hámarki hér um miðjan apríl mánuð en fari svo minnkandi þegar frá líður þó að um allar dagsetningar ríki mikil óvissa um þessar mundir.

Að loknu áhættumati sem hefur verið gert í samráði þingnefndar og fjölumdæmisstjórnar er það niðurstaðan að ekki sé forsvaranlegt að halda Lionsþing í Hafnarfirði dagana 24.-25. apríl næstkomandi.

Því er hér með tilkynnt að Lionsþingi verður frestað um ótiltekinn tíma vegna þess ástands sem ríkir í heiminum. Þegar aðstæður breytast munum yfirstjórn Lions verða í sambandi við ykkur á ný til að upplýsa nánar um með hvaða hætti verkefni þingsins verða leyst.

Lionsfélögum, sem pantað hafa herbergi á Hóteli Norðurey og Hótel Víking vegna þingsins, er bent á að þeir þurfa að afbóka herbergin sjálfir.