Upplýsingar um ferðatilhögun til Las Vegas

Ágætu Lionsfélagar.
 
Einn af stærstu viðburðum Lionshreyfingarinnar er framundan, bæði fyrir alþjóða hreyfinguna og ekki síður fyrir þá Íslensku.  Fyrsti kvennn alþjóðaforseti hreyfingairnnar og fyrsti alþjóðaforseti hreyfingarinnar frá Íslandi verður Guðrún Björt Yngvadóttir.  Guðrún verður kjörinn í embætti á alþjóðaþingi sem haldið verður í Las Vegas dagana 29. júní – 3. júlí.
 
Vitað er að þó nokkuð margir Lionsfélagar og jafnvel heilir klúbbar hafa mikinn áhuga á að fara á alþjóðaþingið og taka þátt í þessum merkilega viðburði sem og örðu sem þingið hefur upp á að bjóða.
 
Við höfum leitað eftir tilboði frá Icelandair fyrir slíka hópferð og boðið verður upp á tvo möguleika.  Í báðum tilfellum er flogið í gegnum Seattle með um það bil 3 klst. stoppi Brottför 25. júní og heimferð 4 júlí.  Ferðakostnaður   126.100 kr. Brottför 26. júní og heimferð 5 júlí.  Ferðakostnaður  117.500 kr. Hægt er að velja aðrar dagsetningar (fyrir heimferð) en þær sem eru hér að ofan. Allar skráningar vegna flugs skulu fara í gegnum Krisitnn Hannesson. Sími:  8966883.  Tölvupóstur:  kristinnhannesson@simnet.is
 

Hér eru nánari upplýsingar.