Leiðtogaskóli Lions

Kennt er íslenskað efni sem Lions Clubs International hefur útbúið í leiðtogaþjálfun (Leadership Development) fyrir Leiðtogaskólana (Regional Leadership Institute). Námsefni og kennsla er á íslensku. M.a. verður kennt: Stjórnunarstílar og leiðtogahæfileikar. Fjölbreytileikinn og sköpunarkrafturinn. Samskiptahæfileikar, virk hlustun. Að virkja og hvetja. Hópstarf, samvinna, að byggja upp teymi. Frumkvæði og virkni. Markmiðasetning og áætlanagerð. Að taka ákvarðanir og deila út verkefnum. Að leysa vandamál og stjórna deilum. Stjórnun breytinga. Fundarstjórn. Ræðumennska. Bakland Lions.

Þátttakendur:  Allir Lionsfélagar geta sótt um, bæði ungir og óreyndir félagar sem og reyndir stjórnendur klúbba og hreyfingarinnar.  Námskeiðið hentar sérstaklega vel viðtakandi klúbbstjórnum. Námið er mjög mjög þroskandi og eflir þig sem einstakling og starfsmann. Hámarksfjöldi er 30 manns.

Nánari upplýsingar og skráning á Lionsskrifstofunni, sími 561 3122, netfang lions@lions.is,
eða hjá Halldóri Kristjánssyni GLT stjóra, sími: 520 9000, netfang: halldor@tv.is
Umsókn með nafni, kennitölu, netfangi, símanúmeri og klúbbheiti má senda á þessi netföng

Tími: 15.-17. febrúar 2019
3 dagar.
Mikil hópavinna.
Staður: Grand Hótel Reykjavík
Verð: Þátttökugjald er 35.000 krónur. 
Innifalið er kennsla, námsgögn, matur og kaffi auk viðurkenningarskírteinis að námi loknu. 
Mörg stéttarfélög endurgreiða hluta þátttökugjalds eða allt.

Umsóknarfrestur til 4. febrúar 2019
Umsóknum svarað ekki seinna en 10. febrúar 2019