Gleraugnasöfnun

Eins og fram hefur komið þá er eitt af markmiðum Lionshreyfingarinnar, undir liðnum sjónvernd, að safna gleraugum sem hætt er að nota. Lionshreyfingin er síðan í samstarfi við Lions-hreyfinguna í Danmörku varðandi flokkun, flutning og dreifingu til nýrra eigenda.

Notuð gleraugu koma efnalitlu fólki að góðum notum. 
 
Öll vinna Lionsfólks í tengslum við söfnunina er sjálboðavinna.