Alþjóðasjónverndardagurinn

Fimmtudaginn 11. október er alþjóðlegi sjónverndardagurinn. Að því tilefni efna Blindrafélagið og Lions til kaffisamsætis í sal Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 kl 17:00. Björg Bára Halldórsdóttir Fjölumdæmisstjóri Lions og Sigþór U Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins ávarpa samkomuna. Friðbert Jónasson augnlæknir mun fjalla um aldurstengda hrörnun í augnbotnum (AMD) Friðbert mun aðallega segja frá faraldsfræði sjúkdómsins, sjúkdóminn sem blinduvald, erfðafræði og meðferð. Einnig mun hann segja frá meðferðum sem er í pípunum.