Lionsmenn í Borgarnesi mála bílastæði

Hér má sjá Ara Björnsson með nýju vélina
Hér má sjá Ara Björnsson með nýju vélina

Lionsklúbbur Borgarness hefur nú í nokkur ár tekið að sér að mála bílastæðastrik fyrir þá sem þess óska.  Þetta er aðalfjáröflunarverkefni klúbbsins.  Nú nýverið festu þeir kaup á sérstökum vagni eða vél til að mála strikin, en hún kemur í stað leiðara og málningarrúlla sem áður voru notaðar.  Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru þeir með sérútbúna kerru fyrir búnaðinn.  Gengið hefur vel með nýju vélina að sögn Hauks Þórðarsonar en hún er flutt inn frá USA.

Haukur Þórðarson málar strik

Haukur Þórðarson málar strik við Húsasmiðjuna í Borgarnesi

Nýja kerran fyrir búnaðinn

 

Hér má sjá nýju sérútbúnu kerruna.

Hér má einnig lesa frétt sem birtist í Skessuhorni á dögunum.