Lionsklúbburinn Ylfa, Akureyri aðstoðar við íslenskunám

Anna ritari Ylfu með tveimur Írum sem eru nýfluttir til Akureyrar. Karl og Lisa.
Anna ritari Ylfu með tveimur Írum sem eru nýfluttir til Akureyrar. Karl og Lisa.

Haustið 2015 hóf Lionsklúbburinn Ylfa á Akureyri lestraraðstoð við börn af erlendum uppruna sem voru í 1. – 3. bekk grunnskóla. Ástæðan var sú að klúbburinn vildi finna sér verkefni sem krefðist ekki fjár einungis vinnuframlags. Í haust var bætt við og öllum erlendum íbúum Akureyrar boðið að koma og fá aðstoð við íslenskunám. Aðstaða er á Amtsbókasafninu á Akureyri alla þriðjudaga frá klukkan hálf fimm til hálf sex. Mikil þátttaka hefur verið og líklega hafa einstaklingar frá u.þ.b 15 löndum mætt. Að jafnaði eru 5 – 6 Ylfur í hvert sinn að sinna allt að 12 manns. Ekki þarf að taka það fram að aðstoðin er fólkinu að kostnaðarlausu.