Lionsklúbbur Kópavogs gefur Rjóðrinu nýjan bíl

Sérútbúinn Renault Traffic
Sérútbúinn Renault Traffic

Lionsklúbburinn hélt Herrakvöld þann 29. apríl s.l.  Tilefnið var að safna fyrir bíl og styrkja þannig langveik og fötluð börn sem dvelja í Rjóðrinu, hvíldar og endurhæfingarheimili.  Örn Árnason, engum líkur fór á kostum, Illugi Gunnarsson sló í gegn með sinn stórkostlega húmor og Magnús Kjartansson sýndi hvað í píanóinu bjó.  Nýi bíllinn var til sýnis á staðnum, en hann er fjölnota bíll sérútbúinn til flutninga fyrir hreyfihömluð börn og börn í hjólastólum. 

Hér er hægt að skoða á visi.is.