Lionsklúbbur Akraness færir rannsóknarstofu HVE blóðkornateljara

Benjamín Jósefsson fulltrúi Áhaldakaupasjóðs afhendir Guðmundi Bjarka Halldórssyni yfirmanni rannsók…
Benjamín Jósefsson fulltrúi Áhaldakaupasjóðs afhendir Guðmundi Bjarka Halldórssyni yfirmanni rannsóknarstofu HVE gjafabréf til staðfestingar.

Þriðjudaginn 4. apríl síðastliðinn færði Lionsklúbbur Akraness, rannsóknarstofu Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Akranesi að gjöf blóðkornateljara af gerðinni Sysmex XN 1000.  Þetta nýja tæki sem leysir af mun eldri tækjabúnað, er mun fullkomnara og vinnur mjög mikið sjálfvirkt og sparar þar með vinnu og tíma starfsfólks rannsóknarstofunnar.  Niðurstöður fara síðan inn í rafrænan gagnagrunn.  Aðgang að þeim mæligögnum hafa síðan þeir starfsmenn sem eru með viðkomandi sjúkling til rannsóknar og meðferðar.  Verðmæti tækisins er kr. 4.800.000.- auk virðisaukaskatts. Lionsklúbbur Akraness vill við þetta tækifæri þakka Akurnesingum og öllum þeim sem hafa stutt við bakið á klúbbnum með leigu á ljósakrossum í kirkjugarðinum.  Sá stuðningur gerir okkur Lionsmönnum kleift að styðja Heilbrigðisstofnum Vesturlands á Akranesi.

Valdimar Þorvaldsson, Benjamín Jósefsson, Ásgeir Ásgeirsson HVE, Jóhanna F. Jóhannesdóttir HVE og Guðmundur Bjarki Halldórsson HVE