Íslandsheimsókn Alþjóðaforseta Lions

Íslandsheimsókn Alþjóðaforseta Lions

Alþjóðaforseti Lions Bob Corlew og Diane eiginkona hans eru í heimsókn á Íslandi dagana 23. til 26. ágúst 2016.  Þau hafa hitt forseta Íslands hr. Guðna Th. Jóhannesson á Bessastöðum, hitt bæjarstjórn Garðabæjar og fleiri ráðamenn.  Þau heimsóttu Barnaspítala Hringsins þar sem Þór Steinarsson í Lionsklúbbnum Fjörgyn afhenti litabækur sem klúbburinn hefur látið gera fyrir barnaspítalann.  Einnig afhenti Gunnar Vilbergsson umdæmisstjóri 109A 100 þús. króna gjöf frá Lionsklúbbi Grindavíkur.  Þau heimsóttu Perluna og heiðruðu síðan lionsfélaga í opnu húsi í Lionsheimilinu í dag, þar sem m.a. var tekinn inn nýr lionsfélagi í Lkl. Perlunni. 

"Lionsfjölskyldan blómstrað í 100 ár" - viðtal í Morgunblaðinu.

Hér má sjá fleiri myndir sem Jón Pálmason tók.

Vísun í facebook síðu Bob Corlew.

Hér má lesa frétt frá Víkurfréttum um heimsókn Alþjóðaforseta á Suðurnesin.