Dömukvöld Lionsklúbbsins Foldar 1. nóvember

Dömukvöld Lionsklúbbsins Foldar 1. nóvember

Nú er komið að því í fjórða sinn að Lionsklúbbburinn Fold efnir til fjáröflunarkvölds fyrir samtökin Hugarafl. Hugarafl er starfrækt fyrir alla þá sem hafa upplifað geðræna erfiðleika og aðstandendur þeirra. Þar er einstaklingnum veittur stuðningur við að ná bata og stjórn á eigin lífi með einstaklingsmiðaðari nálgun. Sérstaða Hugarafls er persónuleg nálgun, samstarf fagfólks og notenda geðheilbrigðisþjónustunnar á jafningjagrunni. Við Foldarkonur erum nokkuð vissar um að flestir þekkja einhvern sem hefur barist við geðræna erfiðleika og viljum því bjóða konum að mæta og leggja okkur lið.

Hafir þú áhuga hafðu þá samband við Rannveigu í síma 663-2584 eða Sigrúnu í síma 864-2915.